Upplýsingar
Ásatrúarfélagið var formlega stofnað sumardaginn fyrsta árið 1972 og fékk viðurkenningu sem löggilt trúfélag ári síðar, þann 16. maí 1973.
Tilgangur félagsins er að starfa að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Þessu markmiði hyggst félagið ná með fræðslu- og félagsstarfi en ekki trúboði.
Ásatrúarfélagið vill hefja til vegs og virðingar fornan sið og forn menningarverðmæti. Það er einnig vilji félagsins að auka skilning og áhuga á þjóðtrú og gömlum hefðum. Þetta viljum við gera án þess að gera lítið úr öðrum trúarsiðum, gömlum eða nýjum, eða menningu annarra þjóða. Ofstæki eða hatur í garð annarra getur aldrei samrýmst stefnu félagsins.
Ásatrúarfélagið er nú sjötta stærsta trúfélagið á Íslandi og það stærsta sem byggir ekki á kristnum grunni. Nú eru skráðir á annað þúsund einstaklingar í félagið.
Samkvæmt lögum um trúfélög ber Ásatrúarfélaginu að inna af hendi athafnir, svo sem hjónavígslur og útfarir. Athafnir þessar eru framkvæmdar af allsherjargoða og þeim goðum sem hafa vígsluréttindi.
Ásatrúarmenn sameinast um heitið: „Hefjum til vegs fornan sið og forn menningarverðmæti.“
Sem comentários:
Enviar um comentário